Austlægar áttir í dag

Veðurstofan spáir austanátt á Vestfjörðum í dag, 8-13 m/s og dálítil snjókoma síðdegis. Minnkandi frost. Í hugleiðingum veðurfræðings um veðrið á landinu um helgina kemur fram að austlægar og suðaustlægar áttir verði ríkjandi í dag. Snjókoma, einkum á Suður- og Suðausturlandi, en slydda eða rigning þar síðdegis. Úrkomulítið norðanlands og dregur úr frosti.

Fremur hæg breytileg átt á morgun, víða él og hiti nálægt frostmarki.

Á sunnudag er útlit fyrir suðvestan golu eða kalda og él sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart veður á Norður- og Austurlandi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.

DEILA