Andri Rúnar í byrjunarliðinu

Andri Rúnar fagnar marki með stæl en hann jafnaði markamet í efstu deild í sumar. Mynd: Fótbolti.net.

Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta í dag. Heimir er með þrjá nýliða í byrjunarliði sínu en það eru miðjumennirnir Mikael Neville Anderson, Samúel Kári Friðjónsson og síðast en ekki síst bolvíski  framherjinn Andri Rúnar Bjarnason.

Leikurinn hefst 11.30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Undirbúningur liðsins fyrir leikinn hefur gengið vel, en liðið kom til Indónesíu á sunnudaginn. Leikmenn eru að venjast tímamismuninum, en hitinn er mikill og því mikið drukkið af vatni. ,,Þetta eru búnar að vera fínar æfingar, allir hafa verið með og enginn er meiddur. Menn hafa náð að sofa ágætlega, en það er náttúrulega erfitt þegar tímamismunurinn er svona mikill og lítill tími til að jafna sig á honum. Við þjálfararnir erum ánægðir með strákana og hvernig þeir hafa svarað þessum fyrstu tveimur æfingum,“ sagði Heimir Hallgrímsson í gær á vef KSÍ.

 

Byrjunarlið Íslands:

 

Markvörður:

Frederik Schram

Vörn:

Viðar Ari Jónsson

Hjörtur Hermannsson

Hólmar Örn Eyjólfsson

Böðvar Böðvarsson

Miðja:

Mikael Neville Anderson

Ólafur Ingi Skúlason (fyrirliði)

Samúel Kári Friðjónsson

Arnór Ingvi Traustason

Sókn:

Albert Guðmundsson

Andri Rúnar Bjarnason

DEILA