Vaxandi suðaustanátt

Það verður hægviðri á Vestfjörðum fram eftir degi og frosti 2-8 stig. Vaxandi suðaustanátt seint í dag, 8-15 m/s og skýjað um kvöldið. Í hugleiðingum veðurfræðings um veðrið á landinu segir að víða verði hægur vindur, léttskýjað og talsvert frost. Vaxandi suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn, þykknar upp og dregur úr frosti. Suðaustan 13-20 m/s kringum miðnætti með snjókomu í fyrstu, síðan rigningu eða slyddu á láglendi og hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, úrkomulítið og minnkandi frost. Dregur aftur úr vindi á morgun, suðaustan 5-13 seinnipartinn og skúrir eða él, en rigning á Suðausturlandi.

Á Norður- og Austurlandi léttir til og verður bjart og kalt í dag, en þar fer frostið að minnka í nótt þegar sunnanáttin nær þangað norðureftir.

Það dregur úr vindinum strax á morgun og eftir hádegi er útlit fyrir meinlitla suðaustanátt. Úrkoman á morgun verður ýmist skúrir eða él. Það eru engin alvöru hlýindi með sunnanáttinni að þessu sinni og hitinn drífur ekki nægilega yfir frostmarkið til að hægt sé að útiloka að eitthvað af úrkomunni verði á föstu formi á morgun.

DEILA