Taka sér tíma til að meta næstu skref

Stjórnendur Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. gera sér ekki grein fyrir hversu mikil verðmæti brunnu til kaldra kola í stórbrunanum á Ísafirði aðfaranótt laugardags. „Það var mikið af verkfærum og varahlutum í skipin í húsinu auk veiðarfæratengdra hluta, aflanemar og þess háttar. Það kemur maður frá tryggingafélagi okkar í dag,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri HG.

HG gerir út tvo togara um þessar mundir og von er á þeim þriðja á næsta ári, nýjum Páli Pálssyni ÍS og oft er mikill handagangur í öskjunni hjá skipaþjónustunni þegar skipin eru í landi og þurfa þjónustu. Kristján segir að skipaþjónusta HG fái inni hjá vélsmiðjunni Þrymi til að byrja með. „Svo tökum við okkur tíma til að mesta næstu skref,“ segir Kristján.

smari@bb.is

DEILA