Ríkið þurfi að greiða meira vegna tófuveiða

Tófa. Mynd: Rúnar Óli Karlsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur hafnað samningsboði Umhverfisstofnunar um refaveiðar. Samkvæmt samningnum eru hámarksgreiðslur ríkisins 300 þúsund krónur á ári. Í umsögn bæjarráðs er óskað eftir betra boði frá Umhverfisstofnun og bent á að hlutdeild ríkisins þurfi að vera miklu hærri í refaveiðum á Íslandi, auk þess sem gæta þarf meira jafnræðis milli sveitarfélaga í endurgreiðslum. Á síðustu árum hefur bærinn varið 2,5 milljónum króna á ári til refaveiða og hálfri til einni milljón til minkaveiða. Bærinn hefur samið við Félag refa- og minkaveiðimanna í Ísafjarðarbæ og félagið hefur séð Ísafjarðarbæ fyrir tófuskyttum á öll svæði Ísafjarðarbæjar. Á síðasta ári fékk bærinn 278 þúsund endurgreitt frá Umhverfisstofnun vegna veiðanna.

smari@bb.is

DEILA