Óskað eftir tilnefningum

Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið einstaklega sigursæl síðustu ár.

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017 verður útnefndur 21. janúar 2018. Á sama tíma verður efnilegasti íþróttamaðurinn heiðraður. Það er íþrótta- og tómstundanefnd sem sér um valið. Nefndin óskar eftir tilnefningum frá íþróttafélögunum í sveitarfélaginu og þurfa þær að berast fyrir föstudaginn 12. janúar í lokuðu umslagi til HSV.

Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið valin íþróttamaður Ísafjarðarbæjar síðustu fjögur árin.

DEILA