Ofhleðsla báta er ekki afrek

Þessi mynd birtist ekki fyrir löngu á bb.is og tekur fjölmiðillinn ábendingar rannsóknarnefndarinnar til sín. Mynd: Flateyrarhöfn

„Of­hleðsla báta er mjög al­var­legt mál sem virðist því miður vera allt of al­gengt. RNSA hvet­ur fjöl­miðla, sam­fé­lags­miðla og aðra til að hætta því að upp­hefja hátt­semi sem þessa, það er of­hleðslu báta, sem hetju­dáð og/ eða af­rek,“ seg­ir meðal ann­ars í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. at­vik sem varð á Breiðafirði fyrr á þessu ári. Þá munaði minnstu að veru­lega of­hlaðinn bát­ur, Hjör­dís HU 16, sykki en um borð voru tveir menn.

Bát­ur­inn er rúm 10 brútt­ót­onn og hleðsla um­fram burðargetu hans reynd­ist vera 4,5 tonn. Skip­stjór­inn taldi hins veg­ar að burðargeta báts­ins væri nægi­leg miðað við aðstæður.

Í ábendingu rannsóknarnefndarinnar til fjölmiðla og annarra er vísað til að oft og tíðum birtast í fjölmiðlum myndir af drekkhlöðnum bátum að koma til hafnar sem merki um sérlega eftirtektarverða og aðdáunarverða aflasæld áhafnarinnar.

smari@bb.is

DEILA