Óbreyttir stýrivextir

Óbreytt vaxtastig hjá Seðlabankanum.

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því áfram 4,25 prósent. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands.

Sam­kvæmt ný­lega birt­um þjóðhags­reikn­ing­um var hag­vöxt­ur 4,3 prósent á fyrstu níu mánuðum árs­ins, sem er meiri vöxt­ur en fyrri töl­ur höfðu gefið til kynna. Því eru horf­ur á að hag­vöxt­ur verði meiri á ár­inu öllu en spáð var í nóv­em­ber­hefti Pen­inga­mála. Áfram hæg­ir á vexti út­flutn­ings en inn­lend eft­ir­spurn eykst hraðar en spáð hafði verið. Skýrist það m.a. af meiri slaka í op­in­ber­um fjár­mál­um á yf­ir­stand­andi ári en áður var talið.

Verðbólga var 1,7 prósent í nóv­em­ber og hef­ur hún verið á bil­inu 1,5-2 prósent um nokk­urt skeið. Áfram hef­ur dregið úr verðhækk­un­um á hús­næðismarkaði. Að öðru óbreyttu stuðlar það að minni verðbólgu en á móti fjara áhrif hærra geng­is krón­unn­ar út.

smari@bb.is

 

DEILA