Ný reglugerð um drónaflug

Fyrir helgi öðlaðist reglugerð um fjarstýrð loftför – dróna – gildi á Íslandi. Þótt ýmiss ákvæði loftferðarlaga taki og hafi tekið á þessum þætti flugumferðar er þetta í fyrsta skipti sem sérstaklega er kveðið á um notkun dróna í reglugerð. Markmiðið er að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi fólks. Nýjungar frá fyrri reglum felast m.a. í að tryggja nægjanlega fjarlægð frá fólki, dýrum og mannvirkjum eða eignum.

Segja má að með reglugerðinni skiptist notkun dróna í tvo flokka. Annarsvegar tómstundaflug þar sem ekki þarf að leita sérstaks leyfis hjá Samgöngustofu. Hinsvegar eru reglur um notkun dróna í atvinnuskyni, þ.m.t. rannsókna, sem þarf að skrá hjá þjónustuveri Samgöngustofu. Nánar er kveðið á um undanþágur í reglugerðinni.

Notendur eru hvattir til að kynna sér reglugerðina og fræðsluefni sem nálgast má hér. Samgöngustofa hefur útbúið veggspjald um meginatriði hennar og er það hér meðfylgjandi. Verður því dreift til helstu söluaðila dróna á Íslandi og ætlast er til að þeim sé dreift áfram til kaupenda.

smari@bb.is

DEILA