Mótmæla niðurfellingu stærðartakmarkana

Landsamband smábátaeigenda mótmælir harðlega áformum um að „allar núgildandi stærðar og vélaraflstakmarkanir verði felldar úr gildir“ en Starfshópur um heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum hefur lagt til. Í bréfi sem sambandið hefur sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að niðurstaða hópsins séu mikil vonbrigði og telur hana vega að framtíð smábátaútgerðar á landinu. Sambandið leggur til að ráðuneytið hafni tillögum hópsins enda ógni þau markmiðum laga um stjórn fiskveiða, nema ef vera skyldi fiskifræðileg rök.

Hér má nálgast bréf smábátaeigenda.

bryndis@bb.is

 

DEILA