Miðflokkurinn býður fram í sveitarstjórnarkosningunum

Miðflokk­ur­inn er far­inn að huga að und­ir­bún­ingi fram­boða í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um á næsta ári. Ekki ligg­ur fyr­ir hve víða verður boðið fram. „Það er verið að vinna að stofn­un kjör­dæm­a­fé­laga og sveit­ar­stjórn­ar­fé­laga víða um land sem munu leiða vinnu við und­ir­bún­ing fram­boða til sveit­ar­stjórna,“ seg­ir Svan­ur Guðmunds­son, sem var kosn­inga­stjóri flokks­ins í síðustu kosn­ing­um, í Morg­un­blaðinu í dag.

Í þing­kosn­ing­un­um í haust fékk Miðflokk­ur­inn 10,87% at­kvæða á land­inu öllu og sjö þing­menn kjörna.

smari@bb.is

DEILA