Ljósmyndakeppni OV

Orkubú Vestfjarða efndi nýlega til myndaleiks á facebook síðu sinni um vestfirska orku í víðum skilningi. Margar skemmtilegar myndir voru sendar inn til þátttöku og í ljós kom að vestfirsk orka hefur svo sannarlega ýmsar birtingarmyndir. Facebook notendur völdu bestu myndirnar og í fyrsta sæti var mynd tekin af Sif Huld Albertsdóttur af syni hennar og er lýsandi dæmi um vestfirska orku í víðum skilningi. Í öðru og þriðja sæti voru myndir teknar af  Guðrúnu S. Matthíasdóttur og Hlyni St. Þorvaldssyni.

bryndis@bb.is

DEILA