Kalt fram á nýár

 Í dag verður norðlæg átt á land­inu, 8-15 m/​s og él Norðan- og Aust­an­lands, en ann­ars bjartviðri að mestu. Hæg­ir til seint í dag. Frost á bil­inu 1 til 12 stig í dag. Á Vestfjörðum verður norðaustan 8-15 m/s með éljum, en 5-13 seint í dag, hvassast nyrst. Frost 1 til 8 stig.

Á land­inu öllu er gert ráð fyr­ir að frost herði þegar líður á morg­undag­inn, verði á milli 3 og 15 stig, kald­ast inn til lands­ins. Á föstu­dag er gert ráð fyr­ir aust­lægri átt, 5 til 13 m/​s og víða élj­um eða dá­lít­illi snjó­komu, síst þó á Suður- og Vest­ur­landi. Kalt í veðri, en dreg­ur úr frosti norðaust­an til.

Um helg­ina og fram á nýtt ár er út­lit fyr­ir norðan- og norðaustanátt með élj­um eða snjó­komu víða á land­inu, en yf­ir­leitt bjartviðri suðvest­an til. Áfram kalt í veðri.

Þriðju­dag­inn 2. janú­ar er svo gert ráð fyr­ir vax­andi suðaust­an átt með úr­komu og hlýn­andi veðri.

Færð á vegum

Búið er að hreinsa í kringum þéttbýli á Vestfjörðum en unnið er að mokstri á langleiðum. Klettsháls er ófær, Steingrímsfjarðarheiði er þungfær og þæfingsfærð í Djúpinu. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.  Áætlað er að opna norður í Árneshrepp á morgun.

DEILA