Kaldasti nóvember síðan 1996

Nóv­em­ber sem nú er að kveðja hef­ur verið kald­ur, sá kald­asti síðan 1996 en þá var mun kald­ara en nú. Þetta seg­ir Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur á vefsíðu sinni. Hins veg­ar má segja á mánuður­inn kveðji með nokkr­um hlý­ind­um. Meðal­hiti var rétt ofan frost­marks í Reykja­vík í mánuðinum og um -1,5 stig á Ak­ur­eyri. Úrkoma í Reykja­vík var í rúmu meðallagi, en tals­vert ofan þess á Ak­ur­eyri eða um 40 pró­sent. Snjór var með meira móti norðan­lands og aust­an og einnig á stöku stað á Vest­ur­landi, seg­ir Trausti.

Nóv­em­ber sker sig nokkuð úr öðrum mánuðum árs­ins, sem flest­ir hafa verið hlý­ir.

smari@bb.is

DEILA