Hitametið fellur ekki

Það er orðið ljóst að árið 2017 verður ekki það hlýjasta á Íslandi frá því að mælingar hófust. Eftir hlýjan október var möguleiki á því en óvenju kaldur nóvember sá til þess að árið endar ekki á toppnum. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali á mbl.is að enn er möguleiki á hitameti á Austfjörðum verði desember sæmilega hlýr.

Eft­ir hlýj­an októ­ber bloggaði Trausti að sér sýnd­ist að yrði nóv­em­ber og des­em­ber sam­tals 1,3 stig­um yfir meðallagi þess­ara mánaða síðustu tíu árin yrði árið 2017 það hlýj­asta á land­inu frá upp­hafi mæl­inga um miðja síðustu öld. „Ekki lík­legt – en al­veg inn­an þess mögu­lega.“

smari@bb.is

DEILA