Herðir á frostinu

Í dag leikur köld norðanátt um landið og nær hún stormstyrk á suðaustanverðu landinu. Á Norður- og Austurlandi gengur á með éljum eða snjókomu, en bjartviðri verður í öðrum landshlutum. Á morgun dregur smám saman úr vindi og léttir til, en herðir á frostinu. Ekki er að sjá nein raunveruleg hlýindi í kortunum næstu daga.

Veðurhorfur næstu daga:

Laugardagur

Norðaustlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s, en norðvestan 8-13 A-ast. Skýjað með köflum N- og A-til og úrkomulítið, annars bjartviðri. Talsvert frost.

Sunnudagur

Norðan- og norðaustanátt og skýjað með stöku éljum NA-lands, en léttskýjað S- og V-til. Áfram kalt í veðri.

Mánudagur

Norðankaldi og léttskýjað sunnan heiða, en dálítil él NA-til. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp SV-lands um kvöldið. Dregur úr frosti.

Þriðjudagur

Suðaustan- og austanátt með snjókomu og síðan slyddu S- og V-lands, annars þurrt. Hiti nálægt frostmarki við S- og V-ströndina, en frost 3 til 9 stig NA-lands.

Miðvikudagur

Útlit fyrir norðaustlæga átt með éljum NA-til, annars víða bjart. Frost um allt land.

DEILA