Hádegissteinninn verður sprengdur

Hádegissteinninn vegur tugi tonna og ekki að spyrja að hættunni sem myndast ef hann hrynur ofan í byggðina.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að Hádegissteinninn í Hnífsdal verði sprengdur. Steinninn er talinn valda hættu fyrir byggðina í Hnífsdal og óttast sérfræðingar að hann geti farið af stað og runnið niður hlíðina og á byggðina. Það er mat sérfræðinga að heppilegra sé að fjarlægja steininn með sprengingum en að festa hann niður með víravirki. Framkvæmdasýslu ríkisins hefur verið falið að ná samningum við lægstbjóðanda í verkið sem er Kubbur ehf., en fyrirtækið bauð fjórar milljónir króna í brjóta steininn niður með sprengingum.

smari@bb.is

DEILA