Fá fjórðung tekjutapsins bættan

Sauðfjárbændur geta vænst þess að fá um fjórðung verðfalls afurðanna í haust bættan með sérstökum fjárframlögum ríkisins. Almennur stuðningur getur numið um 300 þúsund krónum á „meðalbú“. Þeir sem búa á afskekktari svæðum fá viðbót sem numið getur a.m.k. 500 þúsund kr. til viðbótar. 400 kinda bú fær því 300 til 800 þúsund kr. en áætla má að tekjutapið hafi numið yfir 1,4 milljónum. Áform um stuðning við sauðfjárbændur til að bregðast við markaðserfiðleikum koma fram í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2017 sem dreift hefur verið á Alþingi. Þar er gert ráð fyrir 665 milljóna króna framlagi í þetta verkefni.

Stuðningnum verður beint í mismunandi farvegi. 300 milljónir fara í almennan stuðning og deilast út mið- að við fjölda kinda á viðkomandi býli. 200 milljónir fara til að auka svæð- isbundinn stuðning, á býli sem liggja fjarri þéttbýli og skilgreind eru í gildandi búvörusamningi. Því til viðbótar á að undirbyggja verkefni á sviði kolefnisjöfnunar, nýsköpunar og markaðssetningar. Þá á að gera úttekt á afurðastöðvakerfinu og styðja við aukna hagræðingu.

DEILA