Bolungarvík á toppnum

Hvað er spunnið í opinbera vefi er könnun sem hefur verið framkvæmd annað hvert ár frá 2005. Niðurstöður í könnuninni 2017 voru kynntar á UT-deginum í gær á Grand hóteli í Reykjavík og óhætt að segja að Bolungarvíkurkaupstaður deili toppnum í könnunni með öðrum stofnunum. Vefur Bolungarvíkkaupstaðar skorar 90 stig í könnuninni en 35 stofnanir skora 90 stig eða hærra af 239 stofnunum.

Af sveitarfélögum fá 13 félög 90 stig eða hærra. Hin sveitarfélögin 12 eru:

 • Akureyri
 • Dalvíkurbyggð
 • Fjarðabyggð
 • Fljótsdalshérað
 • Garðabær
 • Hornafjörður
 • Kópavogsbær
 • Reykjanesbær
 • Reykjavíkurborg
 • Seltjarnarneskaupstaður
 • Skagafjörður
 • Ölfus

Vefur Ísafjarðarbæjar skoraði ekki hátt í könnuninni og fékk 65 stig og vefur Vesturbyggðar fékk 78 stig.

smari@bb.is

DEILA