Bæjarráð samþykkir móttöku flóttamanna

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar hefur fengið staðfestingu velferðarráðuneytisins um að bænum bjóðist að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti í gær tillögu Gísla Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra um að bærinn bjóðist til að taka má móti fólkinu sem verða eitthvað á þriðja tug talsins. Móttaka flóttafólksins verði unnin í samstarfi sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum eins og kostur er.

Koma flóttafólksins gæti orðið í lok janúar eða í febrúar 2018, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar hefur gert ráðuneytinu ljóst að bærinn ráði vel við þetta verkefni, enda liggur fyrir að hægt verður að finna húsnæði.

smari@bb.is

DEILA