40 prósent leigjenda fá bætur

Um 40 prósent leigj­enda þiggja hús­næðis­bæt­ur sam­kvæmt könn­un­um Íbúðalána­sjóðs. Töl­ur um greidd­ar hús­næðis­bæt­ur sýna að í októ­ber fengu um 14.100 heim­ili hús­næðis­bæt­ur, eða sam­tals um 26 þúsund manns, 8 prósent allra lands­manna.

Hús­næðis­bæt­ur eru bú­bót fyr­ir mörg heim­ili, sér­stak­lega þau tekju­lægri. Um 70 prósent heim­ila sem þiggja hús­næðis­bæt­ur eru með lægri heim­ilis­tekj­ur en 400 þúsund krón­ur á mánuði, og á meðal þess­ara heim­ila nema hús­næðis­bæt­ur að meðaltali 34 prósent af greiddri leigu.

Milli apríl og októ­ber lækkaði meðal­greiðsla hús­næðis­bóta úr 31.700 krón­um í 30.400 krón­ur, eða um 4 pró­sent. Eigna- og tekju­skerðing­ar ásamt grunn­fjár­hæðum hús­næðis­bóta héld­ust þó óbreytt yfir tíma­bilið. Leigu­verð fór hins veg­ar hækk­andi á sama tíma­bili. Meðalleigu­fjár­hæð meðal bótaþega hús­næðis­bóta var um 1.560 krón­ur á fer­metra í októ­ber og hafði hækkað um 3,2 prósent síðan í apríl, eða um 6,5% á árs­grund­velli. Til sam­an­b­urðar hækkaði leigu­verðsvísi­tala Þjóðskrár Íslands um 0,9 prósent á sama tíma­bili eða 1,8 prósent á árs­grund­velli.

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta meðal um­sækj­enda um hús­næðis­bæt­ur. Það á jafnt við um þá um­sækj­end­ur sem búa ein­ir og þá sem búa með fleir­um á heim­ili. Á meðal þeirra um­sækj­enda sem bjuggu ein­ir þáðu 4.300 kon­ur og 3.600 karl­ar hús­næðis­bæt­ur í sept­em­ber. Alls búa 56 prósent bótaþega hús­næðis­bóta ein­ir á heim­ili.

smari@bb.is

DEILA