Vetrarlegt í kortunum

Eftir óveður gærdagsins hillir undir skárri tíð samkvæmt spá Veðurstofunnar. Spáð er fremur hægum sunnanvindum í dag með skúrum eða éljum á víð og dreif en léttir smám saman til að norðan. Nú undir morgun geisar enn suðaustanstormur með slyddu eða rigningu á austanverðu landinu, en hann gengur niður er líður á daginn samkvæmt spánni.

Í dag er spáð fremur hægum sunnanvindum með skúrum eða éljum á víð og dreif, en léttir smám saman til fyrir norðan. Fremur milt að deginum, en kólnar síðan. Á morgun er hann lagstur í norðanátt með svölu veðri og éljum á víð og dreif. Reyndar er veðurspáin næstu dag er í svipuðum dúr, þ.e. vetrarleg að kalla, sem ætti ekki að koma á óvart miðað við árstíma.

DEILA