Vestfirðingum fjölgar

Í lok september var íbúafjöldi á Vestfjörðum 6.990 og hafði fjölgað um 80 manns frá sama tíma fyrir ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Mesta fjölgunin var í Ísafjarðarbæ eða um 70 manns og í lok þriðja ársfjórðungs bjuggu 3.690 manns í sveitarfélaginu. Mest fækkaði í Strandabyggð þar sem íbúatalan fór úr 480 í 450 á einu ári.

Frá þriðja ársfjórðungi 2016 til loka sama ársfjórðungs 2017 fjölgaði íbúum í Bolungarvík, Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhreppi og Reykhólahreppi en fækkaði í Strandabyggð og Árneshreppi. Íbúafjöldinn stóð í stað í Vesturbyggð, Kaldrananeshreppi og Tálknafjarðarhreppi.

Alls bjuggu 346.750 manns á Íslandi, 176.590 karl­ar og 170.160 kon­ur, í lok sept­em­ber Á höfuðborg­ar­svæðinu bjuggu 221.480 manns en 125.270 utan þess. Í lok þriðja árs­fjórðungs bjuggu 36.690 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar á Íslandi. Flest­ir þeirra eru Pól­verj­ar.

DEILA