Sveitarstjórn Reykhólahrepps gerir þá skýru kröfu til Vegagerðarinnar að hún tryggi eðlilegar samgöngur og þjónustu við íbúa Flateyjar á meðan á viðgerð á flóabátnum Baldri stendur yfir. Þetta kemur fram í ályktun sveitarstjórnar. Þar segir að ekki sé boðlegt að íbúar í eynni búi við samgönguleysi svo vikum skipti. Eins og staðan er í dag, er ekki útlit fyrir að neinn aðili sinni samgöngum á milli lands og eyju í desember. Út frá þörfum íbúanna almennt, ekki síst vegna öryggis og heilsu er það algjörlega óásættanlegt og óboðlegt.
smari@bb.is