„Vegagerðin hefur staðið sig afskaplega vel“

Arnarlax sendir 55-65 tonn af laxi á markað alla virka daga

Daglega fara fjórir flutningabílar á dag frá Bíldudal með nýslátraðan lax frá Arnarlaxi ehf. Magnið sem fer á markað á hverjum degi er á bilinu 55-65 tonn. Bilun kom upp í Breiðfjarðarferjunni Baldri á sunnudag og ljóst að ferjan verður úr leik næstu vikurnar. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir þrátt fyrir ófærð á heiðum og hálsum síðustu daga hafi brotthvarf Baldurs ekki haft áhrif á fiskflutninga Arnarlax. „Vegagerðin hefur staðið sig afskaplega vel og haldið leið flutningabíla opinni þrátt fyrir erfiðar aðstæður,“ segir Víkingur.

Sæferðir sem gera út Baldur hafa ákveðið að farþegaskipið Særún sigli út í Flatey tvisvar í viku þ.e. föstudaga og sunnudaga á meðan á viðgerð stendur.

smari@bb.is

 

DEILA