Toppslagur í fyrstu deildinni

Meistaraflokkur Vestra sem hóf keppnistímabilið.

Vestramenn eiga erfiðan útileik fyrir höndum í kvöld þegar þeir mæta Skallagrími í Borgarnesi. Skallagrímur er í öðru sæti deildarinnar með 12 stig og Vestri í þriðja sæti með 10 stig. Hafa ber í huga að Vestri hefur leikið einum leik færra. Bæði lið hafa tapað einum leik. Breiðablik er í efsta sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Skallagrímur en Breiðablik hafði betur í leik við Skallagrím og það skilar þeim efsta sæti. Að sama skapi mun sigur í kvöld fleyta Vestra í annað sætið með jafn mörg stig og Skallagrímur en eini tapleikur Vestra til þessa var á móti Breiðabliki og því dugar sigur ekki til að ná toppsætinu.

Í gær var greint frá að Ásgeir Angantýsson er genginn til liðs við Vestra og verður spennandi að sjá hvort hann spilar í kvöld.

Leikurinn hefst kl. 19.15.

smari@bb.is

DEILA