Þriggja ára samningur um Act alone

Elvar Logi gengur í öll störf á hátíðinni

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í byrjun mánaðarins að gera þriggja ára samning um Act alone hátíðina á Suðureyri. Ísafjarðarbær skuldbindur sig til þess að umhverfi Suðureyrar verði snyrt og tún slegin áður en hátíðin hefst og tæmi ruslatunnur að lokinni hátíð. Bæjarfélagið leggi hátíðinni til fánastangir og útisvið og upplýsingafulltrúi bæjarins komi upplýsingum á framfæri á þeim miðlum sem tengjast sveitarfélaginu. Sömuleiðis styrkir Ísafjarðarbær hátíðina um 700.000 kr á ári.

Act alone skal halda hátíðina og hreinsa rusl sem til fellur meðan hún stendur yfir, sömuleiðis standa að auknum almenningssamgöngum frá fimmtudegi til laugardags.

bryndis@bb.is

DEILA