Þjónusta sem má ekki tefla í tvísýnu

Stúdíó Dan.

Ísafjarðarbær mun kaupa rekstur líkamsræktarstöðvarinnar Stúdíó Dan, en eigendur hafa ákveðið að hætta rekstri fljótlega á næsta ári. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir líkamsræktarstöð sé svo mikilvæg þjónusta í sveitarfélaginu að ekki megi tefla henni í tvísýnu og því hafi bærinn ákveðið aðkomu sína. Að sögn Gísla Halldórs er ekki búið að ákveða hvort að reksturinn verði á hendi bæjarins eða hvort auglýst verði eftir rekstaraðila og/eða reksturinn boðinn út. Hann vill ekki gefa upp kaupverð fyrr en að endanlegur kaupsamningur liggur fyrir.

Bærinn ætlar einnig að leigja húsnæðið sem líkamsræktarstöðin er til húsa en Gísli Halldór segi að um tólf mánaða leigusamning sé að ræða. Hann segir að bærinn stefnir að varanlegri lausn í húsnæðismálum líkamsræktarstöðvar og eru ýmsir kostir til skoðunar.

Gísli Halldór segir að hann hafi ekki orðið var við annað en einhugur ríki hjá bæjarfulltrúum um að bærinn beiti sér til að tryggja rekstur líkamsræktarstöðvar í sveitarfélaginu.

smari@bb.is

DEILA