Súgfirðingar drjúgir á Airwaves

Það er orðið árlegur viðburður að Súðfirðingar troði upp á Iceland Airwaves og þá jafnvel fleiri en einn og fleiri en tveir. Í vikunni sögðum við frá Between Mountains sem sigraði Músíktilraunir í byrjun árs og spilar á Airwaves þessa dagana. Hljómsveitin Rythmatik er sömuleiðis með tónleika á hátíðinni og er það sennilega í þriðja sinn sem þeir eru þar á dagskrá. Rythmatik sigraði Músíktilraunir árið 2015. Hljómsveitirnar eru tengdar nánum böndum eins og flestir vita. Rythmatikliðarnir Hrafnkell Hugi og Valgeir Skorri Vernaharðssynir eru bræður Kötlu Vigdísar sem er annar helmingur Between Mountains tvíeykisins.

 

Dagskrá Rythmatik á Iceland Airwaves

Miðvikudagur 1. nóvember

15:30 Viking Brewery Reykjavík (Ægisgarður)

Fimmtudagur 2. Nóvember
17:30 American Bar
19:15 Dillon

Fösturdagur 3. nóvember

17:15 Hitt Húsið
19:00 Drukkstofa Óðins
Laugardagur 4. nóvember
20:30 Hard Rock Café (ON VENUE)

DEILA