Súðavíkurhlíð verður lokað í kvöld

Af öryggisástæðum hefur verið ákveðið að loka veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar kl.22 í kvöld, þegar vegaþjónustu Vegagerðarinnar lýkur. Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum segir að snjóalög og veðurspá bendi til þess að aukin snjóflóðahætta verði seint í kvöld og nótt. Snemma í fyrramálið verður metið hvenær óhætt er að opna leiðina á ný.

Ef aðstæður breytast gæti komið til þess að leiðinni yrði lokað fyrr.

smari@bb.is

DEILA