Styrkir Stígamót og Kvennaathvarfið um 10 þúsund krónur

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt beiðni frá Stígamótum og Samtökum um kvennaathvarf um rekstarstyrk. Stígamót og Kvennaathvarfið fá 10 þúsund króna rekstarstyrk hvert fyrir sig. Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.

Hlutverk Kvennaathvarfsins er að reka athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis, fyrir konur sem hefur verið nauðgað og fyrir kvenkyns þolendur mansals. Jafnframt sinnir athvarfið viðtalsþjónustu við konur sem búa eða hafa búið við ofbeldi, rekur símaþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og býður upp á sjálfshjálparhópa.

smari@bb.is

DEILA