Stórtíðindi úr skemmtanalífinu

Sálin í góðu swingi.

Það er ekki komin aðventa en engu að síður er ekki seinna vænna fyrir aðstandendur Félagsheimilisins í Bolungarvík að kynna dagskrá sjómannadags næsta árs. Og það eru heldur betur stórtíðindi. Ein fræknasta og sögufrægasta sveitballahljómsveit síðustu áratuga ætlar að stíga á stokk, sjálf Sálin hans Jóns míns. Sálin spilar ekki á hverjum degi og eitthvað sérstakt þarf til svo að Stebbi, Gummi og hinir piltarnir komi saman og sjómannadagurinn í Bolungarvík er tvímælalaust slíkt tilefni. Og skemmtanahaldarar í Bolungarvík láta ekki þar við sitja, því Sveppi og Villi verða veislustjórar á hátíðarkvöldverði sjómannadagsins og verða einnig með barnaskemmtun fyrr um daginn.

smari@bb.is

DEILA