Snjóflóð féll á veginn um Súðavíkurhlíð

Veginum um Súðavíkurhlíð var lokað í morgun eftir að snjóflóð féll á veginn. Veginum var lokað á mánudagskvöld vegna snjóflóðahættu og þegar veðri slotaði í gær ruddu mokstursmenn hlíðina og höfðu tvo stór flóð fallið á veginn. Guðmunur R. Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir að samkvæmt veðurspá eigi að bæta í úrkomu vel fram yfir hádegi og á meðan verður vegurinn lokaður. Staðan verður metin þegar dregur úr úrkomu og skyggni batnar.

smari@bb.is

DEILA