Snjóflóð féll á veginn um Hvilftarströnd

Búið er að loka Flateyrarvegi eftir að snjóflóð féll á veginn um Hvilftarströnd laust eftir hádegi. Sökum lélegs skyggnis er ekki hægt að meta aðstæður í fjallshlíðum og verður veginum haldið lokuðum á meðan svo er. Þá er orðið þungfært til Suðureyrar og Guðmundur R. Björgvinsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Ísafirði, segir að dregið hafi verið úr mokstri á Súgandafjarðarvegi vegna mikillar ofankomu og skafrennings.

smari@bb.is

DEILA