Sex af tíu fóru til útlanda

Mynd af vef Gallup

Ríf­lega sex Íslend­ing­ar af hverj­um tíu ferðuðust til út­landa í sum­ar. Þetta kem­ur fram í þjóðar­púlsi Gallup. Hlut­fallið er 61% og hef­ur hækkað jöfn­um skref­um frá ár­inu 2010, en það sum­ar ferðaðist þriðji hver Íslend­ing­ur til út­landa. Hlutfallslega fleiri konur en karlar ferðuðust til útlanda í sumar, og fleiri meðal fólks yngra en 30 ára en þeirra sem eru eldri. Íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðuðust frekar til útlanda í sumar en íbúar landsbyggðarinnar, og fólk með háskólapróf frekar en þeir sem hafa minni menntun að baki. Loks er fólk líklegra til að hafa ferðast til útlanda í sumar eftir því sem það hefur hærri fjölskyldutekjur.

Einnig var spurt um ferðalög innanlands. Hlut­falls­lega flest­ir þeirra sem ferðuðust inn­an­lands myndu kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn, ef kosið yrði nú, eða 83%, en fæst­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, eða 61%.

smari@bb.is

DEILA