Segja veiðigjöld vera landsbyggðarskatt

Löndun á Ísafirði.

Veiðigjald yf­ir­stand­andi fisk­veiðiárs grund­vall­ast á rekstr­ar­ár­inu 2015, sem var hag­stætt ár í sjáv­ar­út­vegi. Nú, þegar greiða á gjaldið, horf­ir allt öðru­vísi við og rekstr­ar­skil­yrði eru verri en árið 2015. Þannig hef­ur gengi krón­unn­ar styrkst veru­lega frá þeim tíma og dágóð hækk­un hef­ur orðið á kostnaði, sem til fell­ur í ís­lensk­um krón­um, svo ein­stak­ir aug­ljós­ir áhrifaþætt­ir séu nefnd­ir, seg­ir meðal ann­ars á vefsíðu Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Samtökin segja veiðigjaldið vera landsbyggðarskatt.

Á meðfylgj­andi mynd sem er fenginn af vef SFS má sjá að 21% af álögðu veiðigjaldi árið 2015 lagðist á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki á höfuðborg­ar­svæðinu, en 79% hins álagða gjalds lögðust hins veg­ar á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki á lands­byggðinni.

smari@bb.is

DEILA