Veiðigjald yfirstandandi fiskveiðiárs grundvallast á rekstrarárinu 2015, sem var hagstætt ár í sjávarútvegi. Nú, þegar greiða á gjaldið, horfir allt öðruvísi við og rekstrarskilyrði eru verri en árið 2015. Þannig hefur gengi krónunnar styrkst verulega frá þeim tíma og dágóð hækkun hefur orðið á kostnaði, sem til fellur í íslenskum krónum, svo einstakir augljósir áhrifaþættir séu nefndir, segir meðal annars á vefsíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samtökin segja veiðigjaldið vera landsbyggðarskatt.
Á meðfylgjandi mynd sem er fenginn af vef SFS má sjá að 21% af álögðu veiðigjaldi árið 2015 lagðist á sjávarútvegsfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, en 79% hins álagða gjalds lögðust hins vegar á sjávarútvegsfyrirtæki á landsbyggðinni.
smari@bb.is