Sárt að vita að farsímanotkun var ein aðalorsök slyssins

Þórir flutti ávarp á minningarathöfninni í gær.

Í gær var haldin minningathöfn við um þá sem hafa látist í umferðarslysum. Minningarathöfnin var haldin við þyrlupall Landspítalans í Fossvogi. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flutti ávarp, einnig Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði og Ágúst Mogensen, sem um árabil starfaði við rannsóknir á umferðarslysum hjá rannsóknarnefnd umferðarslysa og síðar rannsóknarnefnd samgönguslysa og er nú ráðgjafi í slysavörnum.

Þórir sagði frá reynslu sinni þegar Þórey tvíburasystir hans lést í umferðarslysi á Hnífsdalsvegi í janúar 2006 þegar bíll hennar fór útaf veginum og lenti í sjónum. Sagði hann sárt að vita til þess að ein aðalorsök slyssins hafi verið farsímanotkun hennar við stýrið. Hann hafi iðulega bent á alvöru þess að nota ekki símann um leið og ekið er og kvaðst trúa því að þetta hafi verið eina skiptið sem hún gerði það. Það hafi hins vegar verið einu sinni of oft.

smari@bb.is

DEILA