Sænsk kvikmyndaveisla

Karin Franz Körlof og Sverrir Guðnason í hlutverkum sínum í Den allvarsamma leken.

Sænska sendiráðið býður Ísfirðingum í bíó á morgun og verða sendar tvær myndir. Håkan Juholt sendiherra mætir á svæðið með glögg og með því. Á Facebooksíðu viðburðarins er kosið milli mynda, en tvær af þremur eftirfarandi myndum koma til greina.

  • Hundraåringen som klev ut genom fönstret och försvann (2013)
  • Odödliga (2015)
  • Den allvarsamma leken (2016)

Sýningartímar verða kl. 18:00 og 20:30.

Þess má geta að Sverrir Guðnason leikur aðalhlutverk í Den allvarsamma leken, en Sverrir rekur ættir sínar vestur á firði, til Ögurvíkur í Ísafjarðardjúpi móðurlegg og til Súgandafjarðar í föðurlegg. Hann er barnabarn Sverris Hermannssonar fyrrv. ráðherra og bankastjóra og faðir hans er Guðni Jóhannesson orkumálastjóri frá Botni í Súgandafirði.

smari@bb.is

DEILA