Rafmagn fór af bænum Hvítanesi í Skötufirði laust eftir hálf ellefu í gærmorgun. Í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða kemur fram að viðgerðarmenn frá Hólmavík fóru á staðinn og reyndu innsetningu sem tókst ekki en fundu út að bilun er í sæstreng yfir Skötufjörð. Staðan nú er sú að verið er að fara á staðinn á bát frá Ísafirði til að leita bilunar og einnig er á leiðinni mannskapur með bát frá Hólmavík til aðstoðar.
smari@bb.is