Pósturinn fækkar dreifingardögum

Pósturinn hyggst fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar. Í dag er svokallaður A-póstur borinn út daglega en eftir 1. febrúar verður öllum almennum bréfum dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu sem er sama fyrirkomulag og er í gildi með B-póst. Á vef Póstsins segir að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða  um 52% frá árinu 2007 og heil 7% það sem af er þessu ári. Í reglugerð um póstþjónustu er kveðið á um heimild til þess að fækka dreifingardögum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja á þjónustunni hafi minnkað verulega og er ekki í samræmi við framboð hennar. Á síðasta ári var hætt að bera póst út daglega í dreifbýli og verður því tíðni bréfadreifingar hin sama um allt land þegar breytingin tekur gildi 1. febrúar næstkomandi.

Í tilkynningu frá Póstinum er bent á að um 70% af bréfapósti B-póstur. Pökkum verður áfram dreift alla virka daga en mikill vöxtur er í pakkasendingum hér á landi samhliða aukinni netverslun.

smari@bb.is

DEILA