Nýr formaður SFÚ

Samtök fiskframleiðenda og útflytjanda (SFÚ) héldu aðalfund sinn á dögunum þar sem kjörinn var nýr formaður, Arnar Atlason en hann er framkvæmdastjóri Tor fiskvinnslu í Hafnarfirði. Fyrrverandi formaður til níu ára er Jón Steinn Elíasson sem tók sæti í stjórn.

Í ályktun fundarins kemur fram að SFÚ leggi áherslu á að ferskur fiskur sé ekki fluttur úr landi án þess að hafa fyrst verið boðinn til sölu á opnum uppboðsmarkaði hér á landi. Sömuleiðis að markaðsverð á opnum fiskmarkaði verði látið ráða í öllum viðskiptum með fisk og verðlagsstofa skiptaverðs verði lögð niður, enda stuðli slíkt að réttu uppgjöri til sjómanna, réttum hafnargjöldum, réttum gjöldum til hins opinbera og réttu verði til neytenda. SFÚ skorar á stjórnvöld að lögbinda fjárhagslegan aðskilnað veiða og vinnslu og að stuðla að því að aukið magn hráefnis skili sér inn á fiskmarkaðina.

bryndis@bb.is

DEILA