Norðlægar áttir verða ríkjandi

Veðurstofan spáir norðvestanátt 8-13 m/s og él á Vestfjörðum í dag. Dregur úr vindi í kvöld en áfram él og vægt frost. Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að djúp lægð er nokkuð langt austur af landi en hún hefur áhrif á vind á austan- og suðaustanverðu landinu, en þar verður hvassviðri eða stormur um hádegi og fram á nótt. Hægari vindur og víða él um landið norðanvert í dag en samfelldari snjókoma norðaustanlands í kvöld. Norðvestan 3-10 um landið suðvestanvert og bjartviðri en stöku él við ströndina. Hiti áfram nálægt frostmarki.

Hæg breytileg átt á morgun en norðan 8-13 austast á landinu. Víða bjartviðri en dálítill éljagangur norðanlands.

Lægir heldur norðaustanlands á sunnudag, en áfram éljagangur og hvessir heldur suðvestanlands, en áfram bjartviðri.

Helgin setur tóninn fyrir næstu viku, norðlægar áttir ríkjandi með él eða snjókomu fyrir norðan en bjartviðri syðra. Hiti við frostmark við sjávarsíðuna en frost inn til landsins.

smari@bb.is

DEILA