Neyðarkall björgunarsveitanna

Í dag hefst árlegt fjáröflunarátak Landsbjargar og stendur fram á laugardag. Björgunarsveitarmenn um allt land munu að vanda selja neyðarkallinn sem í ár er vélsleðakall. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita, slysavarnadeilda og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.

Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu.

DEILA