Náttfatasögustund með finnsku ívafi

Safnahúsið á Ísafirði.

Norræna bókasafnavikan er nú haldin í 21. sinn dagana 13.-19. nóvember. Um er að ræða verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna og hefur Norræna Bókasafnavikan sem markmið að efla áhuga á lestur og um leið að vekja athygli á norrænum bókmenntum og frásagnarlist.  Gert er ráð fyrir að yfir 2.000 bókasöfn taki þátt og mun Bókasafnið Ísafirði ekki skorast undan.

Finnland fagnar í ár 100 afmæli sjálfstæðis og í tilefni af því var ákveðið að Finnland skyldi vera þemað okkar að þessu sinni. Áhersla verður lögð á finnskar bókmenntir og er þeim gert hærra undir höfði þessa viku með útstillingu og kynningu á finnskum rithöfundum. Einnig verður getraun um Finnland sem við hvetjum gesti okkar til að taka þátt í. Vinningar eru að sjálfsögðu í stíl við þemað. Við ætlum ekki að gleyma börnunum, en fyrir þau verður náttfatasögustund fimmtudaginn 16. nóvember kl. 18. Hvetjum alla til að mæta á náttfötunum, líka mömmu og pabba – og bangsa!

bryndis@bb.is

DEILA