Málhöfðun gegn laxeldinu vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað málshöfðun Náttúrverndar 1 frá dómi. Náttuvernd 1 er málsóknarfélag sem stefndi Arnarlaxi hf., Matvælastofnun og Umhverfisstofnun vegna laxeldis Arnarlax í Arnarfirði. Stofnfélagar málsóknarfélagsins eru eigendur Haffjarðarár á Snæfellsnesi, veiðifélag Laxár á Ásum í Húnavatnsssýslu og þrír landeigendur í Arnarfirði.

Málinu var vísað frá dómi með þeim rökum að málshöfðunin uppfylli ekki skilyrði laga um málsóknarfélög. Í þeim lögum er m.a. kveðið á um að lögvarðir hagsmunir hvers og eins félaga þurfi að vera með einsleitum hætti, en því er ekki að heilsa í tilfelli Náttúruverndar 1 og í úrskurði dómara er t.d. bent á að Haffjarðará er í 200 km fjarlægð frá eldissvæðum Arnarlax í Arnarfirði.

DEILA