Íslenskir landverðir hafa fengið nýjan samræmdan einkennisfatnað. Ólafur A. Jónsson, sem stýrir sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, segir að um tímamótaskref sé að ræða að sameina klæðaburð hjá öllum þeim landvörðum sem starfa á vettvangi við gæslu á náttúru landsins. Landverðir séu lykilhlekkur þegar kemur að því að veita ferðamönnum mikilvægar upplýsingar og sé mikilvægt að þeir séu auðkenndir ferðamönnum.

Samið var við Gunnar Hilmarsson um hönnun einkennisbúninganna sem hafa þegar verið teknir í notkun.

smari@bb.is

DEILA