Kynna tvær leiðir í Gufudalssveit

Hjallaháls í Gufudalssveit er erfður farartálmi, sér í lagi að vetrarlagi.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að kynna vinnslutillögu vegna aðalskipulagsbreytinga sem nýr Vestfjarðavegur nr. 60 krefst, í daglegu tali kallað vegagerð í Teigsskógi. Í vinnslutillögunni er ekki búið að gera upp á milli leiða, það er Þ-H leið um Teigsskóg og D-leið í jarðgöngum undir Hjallaháls. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir að skipulagsbreytingin sé nú á skrefi tvö af þremur. „Þriðja skrefið er svo tillagan sjálf og þá verðum við að taka ákvörðun um hvaða leið við viljum,“ segir hún. Að sögn Ingibjargar Birnu vonast hún til að endanleg tillaga verði afgreidd á sveitarstjórnarfundi 14. desember. „Það gæti hins vegar gerst að við verðum ekki búin að fá öll gögn í hús og ákvörðunin frestist fram í janúar.“

Aðspurð hvort málið sé umdeilt innan sveitarstjórnar segir Ingibjörg Birna frekar orða þannig ekki séu allir sammála. „Aftur á móti held ég að allir séu sammála um að taka ákvörðun út frá þeim gögnum sem liggja fyrir,“ segir hún.

smari@bb.is

DEILA