Konfektgerð og sálrænn stuðningur

Háskólasetur Vestfjarða er staðsett í Vestrahúsinu.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá í nóvember. Í samstarfi við Rauðakrossdeildir á norðanverðum Vestfjörðum er námskeið um sálrænan stuðning og skyndihjálp. Það er hægt að læra um innsæi stjórnandans og um vinnutengda streitu og kulnun, í boði er sömuleiðs grunnnámskeið í WordPress og í ensku fyrir pólskumælandi fólk. Fræðast má um innleiðingu persónuverndarlaga og um ávana- og fíknilyf. Og í tilefni jólanna er í boði námskeið um hvernig skal hjúpa, fylla og meðhöndla súkkulaði við konfektgerð.

bryndis@bb.is

DEILA