Íbúakönnun í desember eða janúar

Tillaga Kanon arkitekta hreppti fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppninni.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um gerð íbúakönnunar vegna málefna Sundhallar Ísafjarðar. Á síðasta ári var blásið til hugmyndasamkeppni vegna endurbóta og stækkunar Sundhallarinnar og var tillaga Kanon arkitekta ehf. hlutskörpust. Ljóst að er að kostnaður við framkvæmdir hleypur á hundruðum milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra gæti könnunin farið fram um miðjan desember ef undirbúningur gengur, annars yrði hún fljótlega eftir áramót.

Allir kosningabærir íbúar sveitarfélagsins eiga kost á að taka þátt í könnuninni sem verður gerð á netinu. Ísafjarðarbær gerir ráð fyrir að kostnaður við könnunina nemi um tveimur milljónum króna.

smari@bb.is

DEILA