Hamarsmenn koma í heimsókn

Meistaraflokkur Vestra. Mynd: Ágúst Atlason.

Vestri mætir Hamri í 1. deild karla á heimavelli á morgun föstudaginn. Hamarsmenn eru með öflugt lið og voru nálægt því að tryggja sér sæti í úrvalsdeild á síðasta tímabili. Vestramenn eru enn taplausir á heimavelli og eru staðráðnir í verja þann árangur með kjafti og klóm gegn Hamri. Þetta verður síðasti heimaleikurinn í bili og næsti leikur verður ekki fyrr en 1. desember og upplagt fyrir stuðningsmenn Vestra að fjölmenna og styðja við bakið á strákunum sem eiga það svo sannarlega skilið eftir góða byrjun í deildinni.

Leikurinn hefst kl. 19.15 og að vanda verður fírað upp í grillinu fyrir leik og boðið upp á hina annáluðu hamborgara.

DEILA